island.is
NÝSKRÁNINGTÝNT LYKILORÐ

12.07.2018

Grunnnámskeið í ágúst og leikjanámskeið fyrir börn í júlí


Búið er að opna fyrir skráningu á grunnnámskeið sem hefjast í ágúst. Boðið verður upp á þrjú grunnámskeið. Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur verður haldið að nýju og hefst 13. ágúst. Einnig verður boðið upp á Víkingaþrek 101 sem og BJJ 101 í ágúst. Sjá nánar að neðan.


Skráðu þig strax í Meðlimaáskrift - Þú færð öll grunnnámskeið á 75% afslætti, aðgang að líkamsræktarsal, öllum opnum tímum og þeim tímum sem þú hefur lokið námskeiði fyrir.

Meðlimir Mjölnis sem vilja skrá sig á grunnnámskeið skulu hafa samband við móttöku Mjölnis til að nýta meðlimaafslátt.Leikjanámskeið í júlí

Leikjanámskeið Mjölnis

Í júlí verðum við með skemmtilegt leikjanámskeið í Mjölni fyrir börn á aldrinum 6-11 ára. Á námskeiðinu verður farið í útileiki og grunnatriði í bardagaíþróttum í formi leikja. Námskeiðin stendur frá mánudegi til föstudags frá kl. 9 til 12 dagana 16. – 20. júlí Börnin þurfa að hafa með sér íþróttaföt, útiföt eftir veðri og nesti.

Verð fyrir námskeiðið er kr. 15.990Grunnnámskeið í ágúst

Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur
Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur á mánudögum og miðvikudögum kl. 19:15
hefst 13. ágúst (6 vikur)

Víkingaþrek 101
Víkingaþrek 101 kvöldnámskeið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 18:15 hefst 13. ágúst (4 vikur)

BJJ 101
BJJ 101 kvöldnámskeið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:15
hefst 14. ágúst (6 vikur)
Sjáumst í Mjölni!