island.is
NÝSKRÁNINGTÝNT LYKILORÐ

04.05.2018

Grunnnámskeið í maí


Úr mörgu er að velja í Mjölni í maí. Þar má nefna að fyrir alla stirða stráka og aðra forvitna um yoga verður haldið Yoga 101 námskeið sem hefst 22. maí. Að vanda verður svo auðvitað boðið upp á box-, BJJ-, kickbox- og Víkingarþreksgrunnnámskeið sem og Freyjuaflsnámskeið. Sjálfsvarnarnáskeið fyrir konur verður haldið í öðru sinni. Námskeiðið er 5 vikna sjálfsvarnarnámskeið þróað í samstarfi Mjölnis, Bjarkarhlíðar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.


Skráðu þig strax í Meðlimaáskrift - Þú færð námskeiðið á 75% afslætti og aðgang að líkamsræktarsalnum og opnum tímum.

Meðlimir Mjölnis sem vilja skrá sig á grunnnámskeið skulu hafa samband við Móttöku Mjölnis, þar skrá þeir sig og ganga frá greiðslu.


Yoga 101
- Yoga 101 kvöldnámskeið fyrir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:15
hefst 22. maí (4 vikur)

Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur
- Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur á mánudögum og miðvikudögum kl. 19:15
hefst 14. maí (5 vikur)

Víkingaþrek 101
- Víkingaþrek 101 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 18:15
hefst 7. maí (4 vikur)
- Víkingaþrek 101 morgunnámskeið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 7:15
hefst 8. maí (6 vikur)

Kickbox 101
- Kickbox 101 hádegisnámskeið á þriðjudögum og fimmtudögu
kl. 19 hefst 8. maíl (6 vikur)

BJJ 101
- BJJ 101 hádegisnámskeið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 12:10
hefst 10. maí (6 vikur)

Freyjuafl
- Freyjuafl – fyrir verðandi mæður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15
og laugardögum kl. 12:15 hefst 8. maí (4 vikur)
- Freyjuafl - fyrir nýbakaðar mæður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:15
og laugardögum kl. 11:15 hefst 8. maí (4 vikur)


Sjáumst í Mjölni!